15.02.2020

Sala á árskortum 2020

Í dag hófst sala á árskortum 2020 fyrir knattspyrnudeildina. Í boði eru þrjú kort, Gullkort, árskot og ungmennakort sem er nýjung hjá okkur. Kortin eru keypt á vefsölu Fjölnis og eru afhent á skrifstofu félagsins. Allir með í sumar og hvetjum liðin okkar til sigurs. #FélagiðOkkar

 • Árskortin fást hér
 • Eldri fréttir
 • Vefverslun

 • 02.01.2020

  Árið 2020

  Nú hefjum við vormisseri og er óhætt að segja að það hafi sjaldan verið meira framboð á íþróttum í boði hjá okkur. Endilega skoðið það vandlega og veljið ykkur grein við hæfi og áhuga. Athugið að sumstaðar eru fjöldatakmarkanir. Minnum á Getraunakaffið sem er í Miðjunni í Egilshöll á laugardögum kl. 10 - 12 en þar eru allir velkomnir að fá sér kaffi, spjalla og tippa. Síðan eru fjölmargir leikir og viðburðir fram á sumar sem við hvetjum ykkur til að mæta á og hvetja okkar fólk. Gleðilegt nýtt ár #FélagiðOkkar

  21.08.2019

  Haustskráningar 2019

  Þá er frábært sumar að renna sitt skeið og haustið byrjar. Það er um margt að velja hjá Fjölni í vetur og hvetjum við ykkur til að kynna ykkur úrvalið og vonandi finnið þið eitthvað spennandi í vetur. Við munum vonandi kynna bætta aðstöðu hjá frjálsíþróttadeild Fjölnis á næstu dögum Strætó fylgdin byrjar svo um mánaðarmótin. Verið velkomin í fjölbreytt starf hjá Fjölni #FélagiðOkkar

  19.12.2018

  Skráningar 2019

  Nýtt ár, nýjar áskoranir Það er um margt að velja hjá Ungmennafélaginu Fjölni þegar kemur að því að velja sér íþróttagrein eða félagsstarf. Við bjóðum velkomnar tvær nýjar íþróttagreinar hjá okkar á árinu 2019, listskautadeild og íshokkídeild en þetta eru nýjustu greinarnar hjá Fjölni. Hvetjum alla til að taka þátt á nýju ári. #FélagiðOkkar

  11.09.2018

  Getraunakaffi Fjölnis hefst aftur!

 • Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 8. september og alla laugardaga eftir það til og með 15. desember á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.
 • Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.
 • Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum. Allir sem skrá sig eiga möguleika á þátttökuverðlaunum. Dregið er úr skráningum.
 • Skráning fer fram á 1x2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.
 • Við ætlum að vera með 15 vikna hópleik þar sem 12 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589
 • Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1x2@fjolnir.is - einfalt og þægilegt.
 • Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
 • http://www.fjolnir.is/knattspyrna/getraunir1/
 • Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
 • https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/
 • Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!
 • #FélagiðOkkar

 • NoriAndroid
  NoriAndroid
  NoriAndroid
  NoriAndroid