07.03.2018

Ný aðalstjórn kosin á aðalfundi

Í dag var haldinn aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis í Egilshöll. Ný stjórn var kosin.

 • Jón Karl Ólafsson, formaður
 • Sveinn Ingvarsson
 • Jósep Grímsson
 • Styrmir Freyr Böðvarsson
 • Elísa Kristmannsdóttir
 • Pétur Veigar Pétursson
 • Ásta Björk Matthíasdóttir
 • Hreinn 'Olafsson

 • 02.03.2018

  Aðalfundur Fjölnis 2018

  Aðalfundur Fjölnis verður haldinn Miðvikudaginn 7 mars kl. 17 í félagsaðstöðunni í Egilshöll. Dagskrá aðalfundar: a) Skýrsla stjórnar b) Reikningar félagsins c) Lagabreytingar d) Kjör formanns e) Kjör stjórnarmanna f) Kjör skoðunarmanna reikninga g) Önnur mál Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi félagsins undir dagskrárliðnum ,,lagabreytingar” og þá með fulltingi 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna. Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Sami frestur gildir um tillögur um stjórnarmenn. Hlökkum til að sjá sem flesta

  01.03.2018

  Ný útgáfa af Nóra

  Ný útgáfa af Nóra. Kennitala notuð í stað notendanafns á vef og í öppum. Nú er engin sér síða fyrir starfsmenn, kerfið veit hverjir hafa réttindi starfsmanna og opnar í "Aðerðir" sér verklið fyrir starfsmenn sem inniheldur "Mínir flokkar" "Yfirlit" "Stjórnborð" eftir aðgangsheimildum starfsmanna. Nýir möguleikar fyrir starfsmenn til að senda póst á iðkendur bæði með að senda á einn eða fleiri flokka og jafnvel að velja tiltekna iðkendur úr mismunandi flokkum. Útprentanir gerðar betri og skýrari. Nýir möguleikar í DMS stjórneiningu með auknum valspurningum í tímabilum, athugasemdakerfi sem hægt er að nota t.d. fyrir markmið, áætlanir, mælingar og fl. Mótaskráningarkerfi væntanlegt hjá félögum og nýtt áfsláttarkerfi en félög verða að hafa samband við Greiðslumiðlun áður en mögulegt að taka í notkun. Fleiri nýjungar eru væntanlegar enda stöðug þróun í gangi.

  NoriAndroid
  NoriAndroid
  NoriAndroid
  NoriAndroid