19.12.2018

Skráningar 2019

Nýtt ár, nýjar áskoranir Það er um margt að velja hjá Ungmennafélaginu Fjölni þegar kemur að því að velja sér íþróttagrein eða félagsstarf. Við bjóðum velkomnar tvær nýjar íþróttagreinar hjá okkar á árinu 2019, listskautadeild og íshokkídeild en þetta eru nýjustu greinarnar hjá Fjölni. Hvetjum alla til að taka þátt á nýju ári. #FélagiðOkkar

11.09.2018

Getraunakaffi Fjölnis hefst aftur!

 • Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 8. september og alla laugardaga eftir það til og með 15. desember á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.
 • Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.
 • Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum. Allir sem skrá sig eiga möguleika á þátttökuverðlaunum. Dregið er úr skráningum.
 • Skráning fer fram á 1x2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.
 • Við ætlum að vera með 15 vikna hópleik þar sem 12 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589
 • Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1x2@fjolnir.is - einfalt og þægilegt.
 • Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
 • http://www.fjolnir.is/knattspyrna/getraunir1/
 • Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
 • https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/
 • Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!
 • #FélagiðOkkar

 • 07.03.2018

  Ný aðalstjórn kosin á aðalfundi

  Í dag var haldinn aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis í Egilshöll. Ný stjórn var kosin.

 • Jón Karl Ólafsson, formaður
 • Sveinn Ingvarsson
 • Jósep Grímsson
 • Styrmir Freyr Böðvarsson
 • Elísa Kristmannsdóttir
 • Pétur Veigar Pétursson
 • Ásta Björk Matthíasdóttir
 • Hreinn 'Olafsson

 • 02.03.2018

  Aðalfundur Fjölnis 2018

  Aðalfundur Fjölnis verður haldinn Miðvikudaginn 7 mars kl. 17 í félagsaðstöðunni í Egilshöll. Dagskrá aðalfundar: a) Skýrsla stjórnar b) Reikningar félagsins c) Lagabreytingar d) Kjör formanns e) Kjör stjórnarmanna f) Kjör skoðunarmanna reikninga g) Önnur mál Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi félagsins undir dagskrárliðnum ,,lagabreytingar” og þá með fulltingi 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna. Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Sami frestur gildir um tillögur um stjórnarmenn. Hlökkum til að sjá sem flesta

  01.03.2018

  Ný útgáfa af Nóra

  Ný útgáfa af Nóra. Kennitala notuð í stað notendanafns á vef og í öppum. Nú er engin sér síða fyrir starfsmenn, kerfið veit hverjir hafa réttindi starfsmanna og opnar í "Aðerðir" sér verklið fyrir starfsmenn sem inniheldur "Mínir flokkar" "Yfirlit" "Stjórnborð" eftir aðgangsheimildum starfsmanna. Nýir möguleikar fyrir starfsmenn til að senda póst á iðkendur bæði með að senda á einn eða fleiri flokka og jafnvel að velja tiltekna iðkendur úr mismunandi flokkum. Útprentanir gerðar betri og skýrari. Nýir möguleikar í DMS stjórneiningu með auknum valspurningum í tímabilum, athugasemdakerfi sem hægt er að nota t.d. fyrir markmið, áætlanir, mælingar og fl. Mótaskráningarkerfi væntanlegt hjá félögum og nýtt áfsláttarkerfi en félög verða að hafa samband við Greiðslumiðlun áður en mögulegt að taka í notkun. Fleiri nýjungar eru væntanlegar enda stöðug þróun í gangi.

  NoriAndroid
  NoriAndroid
  NoriAndroid
  NoriAndroid